Innlent

Snjallsímaleiðsögn í boði um Austurland

Mikinn fróðleik má nálgast um Austurland og leyndardóma þess. fréttablaðið/gva
Mikinn fróðleik má nálgast um Austurland og leyndardóma þess. fréttablaðið/gva
Austfirðingar hafa tekið nýjustu tækni í þjónustu sína til að auka gildi ferðalaga um fjórðunginn. Nýtt smáforrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvur gerir ferðalöngum kleift að nálgast leiðsögn um sex aðskilin svæði á héraði og niðri á fjörðum.

Um er að ræða nýtt smáforrit (app) í snjallsíma og spjaldtölvur sem gefið er út af Locatify í samstarfi við Félag áhugamanna um söguslóðir Hrafnkelssögu, Gunnarsstofnun og fleiri aðila, og styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi og Vaxtarsamningi Austurlands. Aðstandendur kalla nýjungina snjallleiðsögn þar sem þaulkunnir sögumenn leiða íslenska og erlenda ferðamenn um sínar slóðir.

Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, er einn aðstandenda verkefnisins. ?Forritinu er einfaldlega hlaðið niður í Iphone og Android-snjallsíma eða Ipad-spjaldtölvur áður en haldið er af stað. Það notast við GPS-tækni og fer sjálfkrafa í gang á réttum stöðum.

Þannig nýtur notandinn persónulegrar leiðsagnar líkt og sögumaður væri með í för. Einnig er hægt að njóta þess sem gagnvirkrar ferðabókar með því að fletta myndum og hlusta á frásagnir heima í stofu,? segir Skúli Björn.

Ferðir um Austurland með snjallleiðsögn eru fáanlegar í forritinu Smartguide North Atlantic í vefverslunum Apple og Google.

svavar@frettabladid.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×