Innlent

Snjóflóðaviðvörun felld út gildi

Athugið að myndin tengist á engan hátt fréttinni.
Athugið að myndin tengist á engan hátt fréttinni.

Veðurstofan hefur nú fellt úr gildi almenna viðvörun vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi sem verið hefur í gildi síðan 11. janúar í ljósi þess að veður hefur batnað á svæðinu og að ekki hefur fréttst af snjóflóðum síðan aðfaranótt 13. janúar.

Snjóþekjan virðist hafa styrkst en áfram má þó búast við því að snjóflóð geti fallið af mannavöldum vegna umferðar fólks um upptakasvæði snjóflóða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×