Erlent

Sprengingin sem olli rafmagnsleysi á Manhattan

Rafmagnsleysið á Manhattan er rakið til sprengingar í Con Edison rafmagnsfyrirtækinu í nótt. Ofurstormurinn Sandy hefur valdið víðtækum rafmagnstruflunum á austurströnd Bandaríkjanna en alls eru um 6.5 milljónir manna án rafmagns.

Það voru fjölmiðlasamtökin Trillian Media sem náðu myndbandi af sprengingunni en það má sjá hér fyrir ofan. Sprengingin virðist hafa verið gríðarlega öflug en í kjölfar hennar má sjá hluta Manhattan hverfa í næturmyrkrið.

Manhattan er minnsti en jafnframt þéttbýlasti hluti New York.

Um sextán starfsmenn Con Edison voru í verksmiðjunni þegar sprengingin átti sér stað. Ekki er talið að mönnunum hafi meint af.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×