Innlent

Stórt snjóflóð féll norðan við Dalvík

Stórt snjóflóð féll í Merkjagili norðan við Dalvík síðdegis í gær, en þar er engin byggð. Flóðið er metið upp á þrjú stig, en við slíkan styrk er mannvirkjum og fólki hætta búin.

Veðurstofan telur að mikil snjóflóðahætta sé á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga, eða í Fjallabyggð, og töluverð hætta á Austfjörðum. Það skýrist af því að nýi snjórinn binst illa við snjóinn, sem var fyrir.

Ekki er þó hætta í byggð þannig að Almannavarnir hafa ekki gefið út viðvörun. Talið er hugsanlegt að snjóflóð hafi fallið víða í gær, en ekki viðraði til að athuga það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×