Lífið

Það má fylla Bónuspoka af búningum og dansa

Hanna Ólafsdóttir skrifar
 Berglind Pétursdóttir dansari er einn aðstandenda Reykjavík Dance Festival sem stendur fyrir „performance maraþoni“ í kvöld.
Berglind Pétursdóttir dansari er einn aðstandenda Reykjavík Dance Festival sem stendur fyrir „performance maraþoni“ í kvöld. Stefán
„Fólk má í raun gera hvað sem er en þetta er auðvitað danshátíð þannig að það er ágætt ef það hefur það í huga,“ segir Berglind Pétursdóttir dansari um „performance marathon“, eða röð af listgjörningum sem haldin verður á vegum Reykjavík Dance Festival á föstudag.



Í auglýsingu fyrir viðburðinn stendur að kvöldið einkennist af „performönsum sem halda áfram of lengi“ og að þetta sé „tækifæri fyrir alla sem eru í Reykjavík til þess að deila þeirra uppáhalds, þeirra gleymdu, fáránlegu, röngu, eða grafalvarlegu kóreógrafíu.“



Berglind segir umgjörðina vissulega vera mjög frjálslega og að einu kröfurnar sem gerðar eru til þeirra sem koma fram séu að þeir haldi stutta kynningu um sjálfan sig og verkið.

„Fólk má koma með leikmuni með sér og má nota eins mikið af búningum og þeir koma fyrir í bónuspoka. Í fyrra var þetta í gangi alla nóttina og fjölbreytnin var mjög mikil. Fólk er líka kannski komið í glas um nóttina og verður móttækilegra fyrir alls kyns danslistagjörningnum.“

Maraþonið verður haldið í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30, og byrjar klukkan 20.00. Enginn aðgangseyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×