Innlent

Þriðja skyndiverkfall flugvirkja hjá Icelandair hafið

Þriðja skyndiverkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst á Keflavíkurflugvelli klukkan sex í morgun og komast vélar félagsins því ekki frá landinu fyrr en klukkan tíu, að verkfallinu lýkur.

Árangurslaus fundur í deilunni var haldinn í gær og hefur annar verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara síðdegis í dag.

Flugvirkjar hafa svo boðað til ótímabundins verkfalls eftir tíu daga, ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Þá myndi allt flug Icelandair, til og frá landinu, lamast



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×