Til hamingju með undirritun Evrópska landslagssamningsins Auður Sveinsdóttir skrifar 18. júlí 2012 06:00 Fyrir tilstilli Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra varð Ísland 40. Evrópuþjóðin af 47 til að undirrita Evrópska landslagssamninginn (The European Landscape Convention) þann 29. júní síðastliðinn. Henni tókst það sem fjórum forverum hennar lánaðist ekki á þeim tólf árum frá því samningurinn var samþykktur í Flórens 20. október árið 2000. Upphaflega var hvatinn að samningnum sá, að talið var nauðsynlegt „að vekja athygli á landslaginu sem umlykur okkur og hversu mikilvægt það er hvað varðar lífsgæði fólks; í þéttbýli jafnt sem dreifbýli. Samningurinn snýst ekki aðeins um verndun landsvæða heldur ekki síst notkun, skipulag og meðferð á okkar daglega umhverfi „hversdagslandslaginu“. Mörgum kann að þykja það undarlegt að það þurfi sérstakan samning um landslag, því til skamms tíma hefur landslagið í okkar hug verið ósnertanleg náttúra og einungis á valdi æðri máttarvalda að breyta. Sú afstaða vekur furðu því sýn manna og notkun á hugtakinu landslag hefur breyst mikið á síðustu áratugum, sbr. starfsheitið landslagsarkitekt. Íslenskt landslag er ein meginstoðin undir búsetu okkar og vellíðan hér á landi og rökin fyrir því að taka þennan samning í notkun og nýta hann sem verkfæri eru m.a. Ÿ Við búum í landi með fjölbreyttu landslagi og við verðum að styrkja, efla og sinna því Ÿ Við þurfum að geta upplifað umhverfi okkar og gera okkur grein fyrir því að landslag á Íslandi er hluti af menningar- og náttúrulegri arfleifð okkar Ÿ Við erum hluti af stærri heild og við berum ábyrgð. Íslenskt, norrænt, evrópskt og alþjóðlegt landslag Ÿ Ferðaþjónusta á Íslandi er vaxandi atvinnugrein og við þurfum að átta okkur á því sem skiptir máli fyrir ferðamenn sem koma hingað. Að hverju eru þeir að leita? Ÿ Við þurfum að tryggja matvælaöryggi Í landslaginu er saga þjóðarinnar skráð, hvernig við höfum lifað og starfað í landinu um aldir í blíðu og stríðu. Landslagið er í stöðugri breytingu og sérhver tími skilur eftir sig spor – minningar verða eftir – þær móta okkur og landslagið náttúrulegt og manngert er hluti af ímynd og sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Það er verkefni okkar að nýta landslagið þannig að verðmæti þess verði viðhaldið og að gildi þess sé einnig varðveitt til lengri tíma litið. Landslagið með sínum náttúrufarslegu og menningarlegu verðmætum er gífurlega mikilvæg samfélagsleg auðlind sem getur haft efnahagsleg áhrif. Með því að nýta sér Evrópska landslagssamninginn er hægt að auka, efla og stuðla að lífsgæðum og heilbrigði þjóðarinnar. Líta má á samninginn sem verkfærasett fyrir löggjafann (Alþingi) til að innleiða í viðeigandi lagaumhverfi og fyrir sveitarfélög að nýta sér ákvæði hans í sínar reglugerðir. Fram undan blasir við áhugavert og ögrandi verkefni til vinnu með okkar íslenska landslag á margvíslegan hátt, innan stjórnsýslunnar, með beinum aðgerðum sveitarfélaga, stofnana og almennings, auka meðvitund íbúa fyrir umhverfinu, efla rannsóknir og þróun á sviði landslagsfræða, styrkja skráningu og kortlagningu landslagsgerða svo eitthvað sé nefnt. Íslenskt landslag er auðlind – segir í raun allt sem segja þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fyrir tilstilli Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra varð Ísland 40. Evrópuþjóðin af 47 til að undirrita Evrópska landslagssamninginn (The European Landscape Convention) þann 29. júní síðastliðinn. Henni tókst það sem fjórum forverum hennar lánaðist ekki á þeim tólf árum frá því samningurinn var samþykktur í Flórens 20. október árið 2000. Upphaflega var hvatinn að samningnum sá, að talið var nauðsynlegt „að vekja athygli á landslaginu sem umlykur okkur og hversu mikilvægt það er hvað varðar lífsgæði fólks; í þéttbýli jafnt sem dreifbýli. Samningurinn snýst ekki aðeins um verndun landsvæða heldur ekki síst notkun, skipulag og meðferð á okkar daglega umhverfi „hversdagslandslaginu“. Mörgum kann að þykja það undarlegt að það þurfi sérstakan samning um landslag, því til skamms tíma hefur landslagið í okkar hug verið ósnertanleg náttúra og einungis á valdi æðri máttarvalda að breyta. Sú afstaða vekur furðu því sýn manna og notkun á hugtakinu landslag hefur breyst mikið á síðustu áratugum, sbr. starfsheitið landslagsarkitekt. Íslenskt landslag er ein meginstoðin undir búsetu okkar og vellíðan hér á landi og rökin fyrir því að taka þennan samning í notkun og nýta hann sem verkfæri eru m.a. Ÿ Við búum í landi með fjölbreyttu landslagi og við verðum að styrkja, efla og sinna því Ÿ Við þurfum að geta upplifað umhverfi okkar og gera okkur grein fyrir því að landslag á Íslandi er hluti af menningar- og náttúrulegri arfleifð okkar Ÿ Við erum hluti af stærri heild og við berum ábyrgð. Íslenskt, norrænt, evrópskt og alþjóðlegt landslag Ÿ Ferðaþjónusta á Íslandi er vaxandi atvinnugrein og við þurfum að átta okkur á því sem skiptir máli fyrir ferðamenn sem koma hingað. Að hverju eru þeir að leita? Ÿ Við þurfum að tryggja matvælaöryggi Í landslaginu er saga þjóðarinnar skráð, hvernig við höfum lifað og starfað í landinu um aldir í blíðu og stríðu. Landslagið er í stöðugri breytingu og sérhver tími skilur eftir sig spor – minningar verða eftir – þær móta okkur og landslagið náttúrulegt og manngert er hluti af ímynd og sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Það er verkefni okkar að nýta landslagið þannig að verðmæti þess verði viðhaldið og að gildi þess sé einnig varðveitt til lengri tíma litið. Landslagið með sínum náttúrufarslegu og menningarlegu verðmætum er gífurlega mikilvæg samfélagsleg auðlind sem getur haft efnahagsleg áhrif. Með því að nýta sér Evrópska landslagssamninginn er hægt að auka, efla og stuðla að lífsgæðum og heilbrigði þjóðarinnar. Líta má á samninginn sem verkfærasett fyrir löggjafann (Alþingi) til að innleiða í viðeigandi lagaumhverfi og fyrir sveitarfélög að nýta sér ákvæði hans í sínar reglugerðir. Fram undan blasir við áhugavert og ögrandi verkefni til vinnu með okkar íslenska landslag á margvíslegan hátt, innan stjórnsýslunnar, með beinum aðgerðum sveitarfélaga, stofnana og almennings, auka meðvitund íbúa fyrir umhverfinu, efla rannsóknir og þróun á sviði landslagsfræða, styrkja skráningu og kortlagningu landslagsgerða svo eitthvað sé nefnt. Íslenskt landslag er auðlind – segir í raun allt sem segja þarf.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun