Til hamingju með undirritun Evrópska landslagssamningsins Auður Sveinsdóttir skrifar 18. júlí 2012 06:00 Fyrir tilstilli Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra varð Ísland 40. Evrópuþjóðin af 47 til að undirrita Evrópska landslagssamninginn (The European Landscape Convention) þann 29. júní síðastliðinn. Henni tókst það sem fjórum forverum hennar lánaðist ekki á þeim tólf árum frá því samningurinn var samþykktur í Flórens 20. október árið 2000. Upphaflega var hvatinn að samningnum sá, að talið var nauðsynlegt „að vekja athygli á landslaginu sem umlykur okkur og hversu mikilvægt það er hvað varðar lífsgæði fólks; í þéttbýli jafnt sem dreifbýli. Samningurinn snýst ekki aðeins um verndun landsvæða heldur ekki síst notkun, skipulag og meðferð á okkar daglega umhverfi „hversdagslandslaginu“. Mörgum kann að þykja það undarlegt að það þurfi sérstakan samning um landslag, því til skamms tíma hefur landslagið í okkar hug verið ósnertanleg náttúra og einungis á valdi æðri máttarvalda að breyta. Sú afstaða vekur furðu því sýn manna og notkun á hugtakinu landslag hefur breyst mikið á síðustu áratugum, sbr. starfsheitið landslagsarkitekt. Íslenskt landslag er ein meginstoðin undir búsetu okkar og vellíðan hér á landi og rökin fyrir því að taka þennan samning í notkun og nýta hann sem verkfæri eru m.a. Ÿ Við búum í landi með fjölbreyttu landslagi og við verðum að styrkja, efla og sinna því Ÿ Við þurfum að geta upplifað umhverfi okkar og gera okkur grein fyrir því að landslag á Íslandi er hluti af menningar- og náttúrulegri arfleifð okkar Ÿ Við erum hluti af stærri heild og við berum ábyrgð. Íslenskt, norrænt, evrópskt og alþjóðlegt landslag Ÿ Ferðaþjónusta á Íslandi er vaxandi atvinnugrein og við þurfum að átta okkur á því sem skiptir máli fyrir ferðamenn sem koma hingað. Að hverju eru þeir að leita? Ÿ Við þurfum að tryggja matvælaöryggi Í landslaginu er saga þjóðarinnar skráð, hvernig við höfum lifað og starfað í landinu um aldir í blíðu og stríðu. Landslagið er í stöðugri breytingu og sérhver tími skilur eftir sig spor – minningar verða eftir – þær móta okkur og landslagið náttúrulegt og manngert er hluti af ímynd og sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Það er verkefni okkar að nýta landslagið þannig að verðmæti þess verði viðhaldið og að gildi þess sé einnig varðveitt til lengri tíma litið. Landslagið með sínum náttúrufarslegu og menningarlegu verðmætum er gífurlega mikilvæg samfélagsleg auðlind sem getur haft efnahagsleg áhrif. Með því að nýta sér Evrópska landslagssamninginn er hægt að auka, efla og stuðla að lífsgæðum og heilbrigði þjóðarinnar. Líta má á samninginn sem verkfærasett fyrir löggjafann (Alþingi) til að innleiða í viðeigandi lagaumhverfi og fyrir sveitarfélög að nýta sér ákvæði hans í sínar reglugerðir. Fram undan blasir við áhugavert og ögrandi verkefni til vinnu með okkar íslenska landslag á margvíslegan hátt, innan stjórnsýslunnar, með beinum aðgerðum sveitarfélaga, stofnana og almennings, auka meðvitund íbúa fyrir umhverfinu, efla rannsóknir og þróun á sviði landslagsfræða, styrkja skráningu og kortlagningu landslagsgerða svo eitthvað sé nefnt. Íslenskt landslag er auðlind – segir í raun allt sem segja þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir tilstilli Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra varð Ísland 40. Evrópuþjóðin af 47 til að undirrita Evrópska landslagssamninginn (The European Landscape Convention) þann 29. júní síðastliðinn. Henni tókst það sem fjórum forverum hennar lánaðist ekki á þeim tólf árum frá því samningurinn var samþykktur í Flórens 20. október árið 2000. Upphaflega var hvatinn að samningnum sá, að talið var nauðsynlegt „að vekja athygli á landslaginu sem umlykur okkur og hversu mikilvægt það er hvað varðar lífsgæði fólks; í þéttbýli jafnt sem dreifbýli. Samningurinn snýst ekki aðeins um verndun landsvæða heldur ekki síst notkun, skipulag og meðferð á okkar daglega umhverfi „hversdagslandslaginu“. Mörgum kann að þykja það undarlegt að það þurfi sérstakan samning um landslag, því til skamms tíma hefur landslagið í okkar hug verið ósnertanleg náttúra og einungis á valdi æðri máttarvalda að breyta. Sú afstaða vekur furðu því sýn manna og notkun á hugtakinu landslag hefur breyst mikið á síðustu áratugum, sbr. starfsheitið landslagsarkitekt. Íslenskt landslag er ein meginstoðin undir búsetu okkar og vellíðan hér á landi og rökin fyrir því að taka þennan samning í notkun og nýta hann sem verkfæri eru m.a. Ÿ Við búum í landi með fjölbreyttu landslagi og við verðum að styrkja, efla og sinna því Ÿ Við þurfum að geta upplifað umhverfi okkar og gera okkur grein fyrir því að landslag á Íslandi er hluti af menningar- og náttúrulegri arfleifð okkar Ÿ Við erum hluti af stærri heild og við berum ábyrgð. Íslenskt, norrænt, evrópskt og alþjóðlegt landslag Ÿ Ferðaþjónusta á Íslandi er vaxandi atvinnugrein og við þurfum að átta okkur á því sem skiptir máli fyrir ferðamenn sem koma hingað. Að hverju eru þeir að leita? Ÿ Við þurfum að tryggja matvælaöryggi Í landslaginu er saga þjóðarinnar skráð, hvernig við höfum lifað og starfað í landinu um aldir í blíðu og stríðu. Landslagið er í stöðugri breytingu og sérhver tími skilur eftir sig spor – minningar verða eftir – þær móta okkur og landslagið náttúrulegt og manngert er hluti af ímynd og sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Það er verkefni okkar að nýta landslagið þannig að verðmæti þess verði viðhaldið og að gildi þess sé einnig varðveitt til lengri tíma litið. Landslagið með sínum náttúrufarslegu og menningarlegu verðmætum er gífurlega mikilvæg samfélagsleg auðlind sem getur haft efnahagsleg áhrif. Með því að nýta sér Evrópska landslagssamninginn er hægt að auka, efla og stuðla að lífsgæðum og heilbrigði þjóðarinnar. Líta má á samninginn sem verkfærasett fyrir löggjafann (Alþingi) til að innleiða í viðeigandi lagaumhverfi og fyrir sveitarfélög að nýta sér ákvæði hans í sínar reglugerðir. Fram undan blasir við áhugavert og ögrandi verkefni til vinnu með okkar íslenska landslag á margvíslegan hátt, innan stjórnsýslunnar, með beinum aðgerðum sveitarfélaga, stofnana og almennings, auka meðvitund íbúa fyrir umhverfinu, efla rannsóknir og þróun á sviði landslagsfræða, styrkja skráningu og kortlagningu landslagsgerða svo eitthvað sé nefnt. Íslenskt landslag er auðlind – segir í raun allt sem segja þarf.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar