Innlent

Tölvuhakkarar réðust á DV.is

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tölvuhakkarar réðust inn á auglýsingakerfi á vefnum DV.is og hefur hann legið niðri í morgun vegna þessa.

Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir að menn á vegum DV séu að vinna í því að greina vandann og laga hann. Það gangi vel. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur gengið erfiðlega að opna vefinn með Mozilla Firefox, Google Chrome og Opera. Hins vegar er hægt að skoða hann í Internet Explorer.

Reynir Traustason segir að verið sé að reyna að finna hvaðan árásin kom. Ef það takist verði ef til vill hægt að kæra árásina.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×