Innlent

Tveir friðargæsluliðar til Kabúl

Tveir friðargæsluliðar á vegum Íslensku friðargæslunnar, Þorbjörn Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisþjónustunni, og Guðrún S. Þorgeirsdóttir, sérfræðingur frá Varnarmálastofun, eru í þann mund að hefja störf hjá fjölþjóðaliðinu (ISAF) í Kabúl í Afganistan.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en um leið lætur Friðrik Jónsson, sendráðunautur, af störfum hjá fjölþjóðaliðnu, en hann hefur verið ráðinn til UNAMA, hjálparliðs Sameinuðu þjóðanna í Afganistan.

„Þorbjörn tekur við starfi Friðriks sem aðstoðarsviðsstjóri þróunarmála hjá fjölþjóðaliðinu (ISAF) í Kabúl. Fyrir utan almenna stjórnun felst starfið í því að fylgjast með því sem er að gerast á sviði þróunarmála í landinu og upplýsa yfirstjórn alþjóðaliðsins um gang mála á þeim vettvangi. Starfskyldur Þorbjörns ná einnig til kynningarmála, bæði gagnvart yfirstjórninni og fjölmiðlum. Einnig annast hann samskipti við sendiráð erlendra ríkja í landinu a sviði þróunarmála og er tengiliður við þróunarmáladeild UNAMA, hjálparliðs Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, sem starfar náið með fjölþjóðaliðinu."

Þá segir að Guðrún muni einnig sinna þróunarmálum, einkum félagslegri aðstoð, á vegum fjölþjóðaliðsins. Íslenska friðargæslan mannar 5 stöður í Afganistan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×