Innlent

Tvö hundruð þúsund króna sekt í kveðjugjöf

Norræna
Norræna mynd úr safni
Fjórir erlendir ferðamenn gengust í dag undir sektir vegna utanvegaksturs. Brotin voru framin í umdæmi lögreglustjórans á Húsavík.

Lögreglan á Húsavík rannsakaði málið og sendi  lögreglunni á Seyðisfirði það til afgreiðslu, þar sem ferðamennirnir voru á förum úr landi með Norrænu.

Samanlögð upphæð sektanna nam tvöhundruð þúsund krónum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×