Erlent

Um 50 heimili hafa brunnið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Að minnsta kosti 50 heimili í Queens hafa orðið eldin að bráð á flóðasvæðunum í New York. Um 190 slökkviliðsmenn unnu að því að ráða niðurlögum eldanna og hafa tveir þeirra slasast lítillega, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðnu.

Slökkviliðið þurfti aðstoð Þjóðvarðliðsins til þess að komast á staðinn. Tilkynnt var um eldinn um klukkan ellefu í gær að staðartíma, eða um klukkan fjögur að íslenskum tíma. Bandarískir fjölmiðlar hafa það eftir slökkviliðsmönnum að vatnsyfirborðið sé sumstaðar svo hátt að það nái mönnum alveg upp að brjósti.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er búinn að lýsa New York, New Jersey og Long Island sem hamfarasvæði, en það gerir forsetanum kleift að nota alríkissjóði til þess að bæta þann skaða sem orðinn er á þessum svæðum.

Myndir segja meira en mörg orð og hér að ofan eru nokkrar myndir af hamfarasvæðinu.

Einnig fylgir myndskeið fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×