Viðskipti innlent

Umboðsmaður skuldara og fjármálafyrirtækin sammála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta S. Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.
Ásta S. Helgadóttir er umboðsmaður skuldara. mynd/ valli.
Ekki er hægt að hefja endurútreikning íbúðalána sem falla undir dóm Hæstaréttar frá því í febrúar, vegna óvissu um reikningsaðferð. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Umboðsmanni skuldara. Dómurinn féll í máli hjóna gegn skilanefnd Frjálsa fjárfestingabankans. Samkvæmt dómnum máttu bankarnir ekki reikna seðlabankavexti af gengistryggðum lánum afturvirkt heldur áttu samningsvextir að gilda.

Þann 9. mars siðastliðinn heimilaði Samkeppniseftirlitið fjármálafyrirtækjum samstarf sem miðar að því að hraða úrvinnslu skuldamála sem varða gengistryggð lán í framhaldi af dómnum. Auk fjármálafyrirtækja áttu umboðsmaður skuldara, Neytendastofa og talsmaður neytenda aðild að samstarfinu.

Í tilkynningu sem send var út í dag vegna samstarfsins kemur fram að áður en endurútreikningur á íbúðalánum sem alltaf hafa verið í skilum og falla undir dóminn getur hafist sé mikilvægt að fá úr því skorið hvaða reikningsaðferð skal nota og frá hvaða tímamarki lántaki var ekki lengur í góðri trú með að greiða samningsvexti.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×