Enski boltinn

Úr þriðju deildinni í Portúgal til Man. Utd fyrir 7 milljónir punda

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sir Alex var að kaupa nýjan framherja.
Sir Alex var að kaupa nýjan framherja. GettyImages
Manchester United hefur keypt portúgalskan framherja að nafni Bebe. Kaupverðið er um 7,4 milljónir punda. Bebe gekk í raðir Guimarães fyrir nokkrum vikum eftir að hafa spilað í þriðju deildinni í Portúgal.

United nýtti sér kaupsklásúlu í samningi hans og keypti hann fyrir uppsett verð.

Hann ólst upp á munaðarleysingjaheimili og starfar mikið með heimilislausum og vinnur góðgerðarvinnu. Hann spilaði eitt sinn fyrir Portúgal á heimsmeistaramóti heimilislausra. Hann var heimilislaus á yngri árum.

Hann er kraftmikill framherji sem getur einnig spilað sem sókndjarfur miðjumaður.

Það var Carlos Queiros sem mælti með Bebe fyrir Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×