Viðskipti innlent

Úrlausn skuldamála er nærri lokið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs
Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs
„Undanfarin misseri hefur Íbúðalánasjóður lagt í mikinn kostnað og mannafla við þau skuldaúrræði sem ráðist var í af stjórnvöldum til þess að takast á við afleiðingar bankahrunsins.

Nú sér fyrir endann á þeim verkefnum og því eðlilegt að Íbúðalánasjóður lagi starfsemi sína að þeirri staðreynd," segir Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn kynnti í gær skipulagsbreytingar þar á bæ.

Framkvæmdastjórum verður fækkað úr sex í fjóra og mun starfsemin skiptast í: Viðskiptasvið, útlánasvið, fjármálasvið og rekstrarsvið. Í tilkynningu sjóðsins segir að stefnumótunin feli í sér áherslu á einfaldari rekstur, aukna áherslu á kjarnastarfsemi sjóðsins, markvissari aðgerðir til lausnar á fjármögnun skuldbindinga sjóðsins og jafnvægi í lánastarfsemi og fjármögnun hans. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×