Innlent

Varað við svifryksmengun í Reykjavík

Svifryk. Myndin er úr safni.
Svifryk. Myndin er úr safni.
Styrkur svifryks verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Ástæðan er líklega uppþyrlun ryks og úr umhverfi og af umferðargötum.

Aðalmælistöðin við Grensásveg og farstöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sýna svifryksgildi yfir heilsuverndarmörkum. Styrkur svifryks 878 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg klukkan 11.30 en heilsuverndarmörkin eru 50.

Raki er lítill i lofti og skapar það skilyrði til svifryksmengunar, þá eru götur þurrar og vindur töluverður. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu taka tillit til aðstæðna og fylgjast með loftgæðum á vefmæli borgarinnar sem sýnir svifryksmengun við Grensásveg.

Búist er við svipuðum veðurskilyrðum á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×