Viðskipti innlent

Yggdrasill hlýtur alþjóðleg verðlaun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sirrý Svöludóttir
Sirrý Svöludóttir Mynd úr einkasafni
Fyrirtækið Yggdrasill hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu frá fæðubótaframleiðandanum NOW sem besti samstarfsaðili framleiðandans 2014 (e. The Best Global Partner Award). Yggdrasill jók sölu á vörum NOW um 100% milli ára en enginn annar samstarfaðili hefur náð slíkum árangri.  

NOW velur ár hvert alþjóðlegan samstarfsaðila sem hefur náð hvað mestum árangri í markaðsstarfi á vörumerkjum fyrirtækisins en þær eru seldar í 70 löndum víðsvegar um heiminn.

Sirrý Svöludóttir sölu- og markaðsstjóri Yggdrasils telur þetta vera mikla viðurkenningu fyrir fyrirtækið. „Síðasta ár var gífurlega krefjandi og því erum við hjá Yggdrasil afar stolt  að fá þessa staðfestingu á vel unnu starfi“.

Fyrirtækið leggur áherslu á framleiðslu fæðubótarefna, matvara og snyrtivara án aukaefna en Yggdrasill hefur dreift vörum fyrirtækisins í yfir áratug.

Yggdrasill hefur verið starfandi á Íslandi síðan 1986 og sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á lífrænum vörum, fæðubótarefnum og öðrum heilsuvörum.

Hér að neðan má sjá myndband frá afhendingu viðurkenningarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×