Innlent

Hafna til­boðum í á­ætlunar­flug milli Reykja­víkur og Horna­fjarðar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Höfn í Hornafirði á blíðviðrisdegi.
Höfn í Hornafirði á blíðviðrisdegi. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem þeim bárust þeim í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði í vetur. Opnað var fyrir tilboð þann 30. apríl, en þrjú tilboð bárust sem öll voru töluvert yfir kostnaðaráætlun. Til stendur að bjóða tilboðsaðilum til samningaviðræðna, en núgildandi samningur rennur út 30. ágúst 2024.

Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en um er að ræða sérleyfissamning fyrir árin 2024-2027. Tilboð bárust frá Icelandair ehf., Mýflugi hf., og Norlandair. Til stendur að tilboðsaðilunum þremur til samningsviðræðna fljótlega, en núgildandi samningur rennur út 30. ágúst 2024. Flugfélagið Ernir sinnir nú áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Hornafjarðar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×