Innlent

Gular við­varanir á Suður­landi, Suð­austur­landi og Faxa­flóa á morgun

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
gul viðvörun
Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi og við Faxaflóa á morgun. Gengur í austan 15-23 m/s, hvassast austan til.

Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundi yfir 30 m/s, einkum undir Eyjafjöllum. Varasamt fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×