Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Roon­ey tekur við B-deildar­liði Plymouth

Wayne Rooney er snúinn aftur í þjálfun. Hann var í gær ráðinn þjálfari B-deildarliðs Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sér í deildinni á nýafstaðinni leiktíð á kostnað Birmingham City, sem er síðasta liðið sem Rooney þjálfaði.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fyrstu táningarnir síðan Ron­aldo árið 2004

Táningarnir Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo voru á skotskónum þegar Manchester United lagði nágranna sína í Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Þeir eru fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik keppninnar síðan Cristiano Ronaldo gerði það árið 2004.

Enski boltinn
Fréttamynd

PSG tvö­faldur meistari

París Saint-Germain lagði Lyon 2-1 í úrslitum frönsku bikarkeppni karla í knattspyrnu. Var leikur kvöldsins að öllum líkindum síðasti leikur Kylian Mbappé fyrir félagið. Hann var ekki á skotskónum að þessu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan missti niður unninn leik

AC Milan gerði 3-3 jafntefli við Salernitana í lokaumferð Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Þjálfaralaust Juventus endaði tímabilið á sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Slökkvum bara á okkur“

KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona Evrópu­meistari

Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Bikar­meistarinn Bruno: „Þurftum að fórna og þjást en við gerðum magnaða hluti“

„Þetta var síðasti möguleikinn á að ná einhverju jákvæðu út úr tímabilinu. Við vorum hér [í úrslitum ensku bikarkeppninnar] í fyrra en vorum ekki nægilega góðir þá og þurftum að horfa á þá taka við bikarnum,“ sagði Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, eftir 2-1 sigur á Englandsmeisturum Man City í úrslitum ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Hefðum getað gert þetta enn­þá ljótara á töflunni”

Þór/KA vann 5-0 stórsigur á Tindastóli í bestu deild kvenna fyrr í kvöld eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var mjög ánægður með leik síns liðs og þá sérstaklega spilamennskuna í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert lagði upp mark í sigri

Genoa vann 2-0 sigur á Bologna í kvöld í lokaleik sínum í ítölsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Þetta er mögulega síðasti leikur Alberts með félaginu.

Fótbolti