Sjálfsmark tryggði Man Utd nauman sigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurmarki Man Utd fagnað
Sigurmarki Man Utd fagnað Vísir/Getty
Manchester United marði sigur á nýliðum Brighton þegar liðin mættust á Old Trafford í dag.

Man Utd átti lengi vel í erfiðleikum með að finna leiðir framhjá skipulögðum varnarleik gestanna en bæði Romelu Lukaku og Paul Pogba fengu hvor sitt dauðafærið undir lok fyrri hálfleiks en Matthew Ryan gerði frábærlega í marki Brighton.

Stíflan brast svo ekki fyrr en á 67.mínútu og þurfti sjálfsmark til. Ashley Young átti þá skottilraun sem fór af varnarmanni Brighton, Lewis Dunk, og í netið.

Fleiri urðu mörkin ekki og styrkir Manchester United því stöðu sína í 2.sæti deildarinnar en nýliðar Brigton enn í 9.sæti.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira