Enski boltinn

Ramsey kvaddi stuðningsmenn Arsenal með tárin í augunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramsey var ellefu ár í herbúðum Arsenal.
Ramsey var ellefu ár í herbúðum Arsenal. vísir/getty
Aaron Ramsey var heiðraður af stuðningsmönnum Arsenal eftir liðsins gegn Brighton á Emirates í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Ramsey er á förum frá Arsenal til Juventus eftir ellefu ár hjá Lundúnaliðinu. Arsenal keypti hann frá Cardiff City 2008.

Walesverjinn barðist við tárin á meðan á kveðjuathöfinni stóð. Ramsey er meiddur og ljóst er að hann leikur ekki meira með Arsenal á tímabilinu. Síðasti leikur hans í rauðu treyjunni var gegn Napoli á útivelli 18. apríl síðastliðinn.



Ramsey lék alls 369 leiki fyrir Arsenal og skoraði 64 mörk. Hann skoraði m.a. sigurmörk Arsenal í tveimur bikarúrslitaleikjum (2014 og 2017).

Eftir úrslit dagsins á Arsenal nánast enga möguleika á að ná 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið getur þó enn tryggt sér Meistaradeildarsæti með því að vinna Evrópudeildina.

Arsenal vann fyrri leikinn gegn Valencia, 3-1, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í síðustu viku. Liðin mætast öðru sinni á Mestalla á fimmtudaginn kemur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×