Erlent

Mega biðja sitjandi

Ísraelska flugfélagið EL AL hefur komið þeim skilaboðum til strangtrúaðra gyðinga sem fljúga með félaginu að það sé engin synd að biðjast fyrir sitjandi. Strangtrúaðir gyðingar hafa gjarnan á lengri flugleiðum staðið upp og beðist fyrir eins og þeim er fyrir lagt, en þeir eiga að biðjast fyrir þrisvar á dag. Þetta brölt þeirra hefur skiljanlega truflandi áhrif á aðra farþega sem reyna að nota flugtímann til að hvílast. Nú hefur félagið gefið út bækling þar sem gyðingum er bent á að þeir geti iðkað trú sína sitjandi án þess að drýgja synd með því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×