Erlent

Bandaríkjamenn styðji Þjóðverja

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hvetur Bandaríkin til að styðja Þýskaland um að það fái fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Schröder kom til Washington í gær. Hann segir Þýskaland tilbúið að axla meiri ábyrgð í alþjóðasamfélaginu. Í dag eru fimm þjóðir með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en það eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland og hafa þau öll neitunarvald. Þá eru alltaf tíu ríki til viðbótar í ráðinu sem sitja tvö ár í senn. Þjóðverjar hafa unnið með Indverjum, Japönum og Brasilíu um að ríkin verði 25 talsins en Bandaríkjastjórn telur að það myndi draga úr áhrifum ráðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×