Innlent

Afsönnum kannanirnar

"Þetta eru svipaðar tölur og birtust manni lengi fram eftir í kosningabaráttunni fyrir fjórum árum," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, um niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Ólafur viðurkennir að hafa vonast eftir meira fylgi í könnuninni. "Það er hins vegar ljóst að umræðan í sumar hefur ekki snúist um borgarmál heldur væntanlega frambjóðendur hinna flokkanna. Ég óttast ekki að þegar við komumst meira inn í umræðuna munum við lagfæra okkar stöðu verulega. Við höfum í þrennum kosningum sýnt að við skákum skoðanakönnununum þegar á hólminn er komið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×