Innlent

4500 undirskriftum hefur verið safnað í Reykjanesbæ

Tæplega 4.500 manns styðja Séra Sigfús B. Ingvason í embætti sóknarprests í Keflavík og verður undirskriftarlistinn afhentur dóms- og kirkjumálaráðherra í dag. Mikil leynd hvílir yfir því hvenær listinn verður afhentur en heimildir fréttastofu herma að ráðherra hafi sett það sem skilyrði fyrir því að hann tæki við listanum að fréttamenn fengju ekki að vita hvar eða hvenær afhendingin færi fram. Um það vil 5.500 fulltíða sóknarbörn eru í prestakallinu sem þýðir að rúmlega 80 prósent þeirra hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×