Innlent

Málefnasamningur meirihluta í borginni kynntur á morgun

Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur verður kynntur á morgun að loknum aukafundi í borgarstjórn.

Þar mun fara fram kjör borgarstjóra, embættismanna borgarstjórnar og kjör í ráð og nefndir á vegum borgarinnar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður þá væntanlega kjörinn borgarstjóri og mun síðar um daginn taka við lyklavöldum í Ráðhúsi Reykjavíkur úr höndum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fráfarandi borgarstjóra. Framsóknarfélögin í Reykjavík halda fund klukkan sex í dag þar sem meirihlutasamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn verður kynnt fyrir félagsmönnum og flokksfundur verður hjá sjálfstæðismönnum í kvöld þar sem fundarefnið er hið sama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×