Innlent

Árni Johnsen sækist eftir 1. eða 2. sæti

Árni Johnsen á Þjóðhátíð í Eyjum 2005.
Árni Johnsen á Þjóðhátíð í Eyjum 2005. MYND/Kjartan

Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður sækist eftir 1. eða 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni sagði í samtali við NFS að hann vildi vinna að góðum málum fyrir fólkið í landinu og fólkið í sínu kjördæmi. Hann hefði fengið mjög mikla hvatningu en honum hefur meðal annars borist undirskriftarlisti með 1150 nöfnum úr öllum byggðum í kjördæminu. Hann hafi nú ákveðið að taka áskoruninni og er bjartsýnn á framhaldið.

Árni Johnsen var fyrst kjörinn á þing árið 1983 og var hann þingmaður Sunnlendinga. Hann sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf.

Tekin verður ákvörðun á sunnudaginn um hvort haldið verður prófkjör í kjördæminu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×