Innlent

Íbúar við Álafossveg kalla á lögreglu til að stöðva framkvæmdir

Frá mótmælum vegna vegaframkvæmdanna við Álafossveg.
Frá mótmælum vegna vegaframkvæmdanna við Álafossveg. MYND/VG

Íbúar við Álafossveg hafa aftur kallað á lögreglu til að stöðva framkvæmdir við vegagerð á svæðinu. Þetta er í annað skipti á innan við sólarhring sem íbúar neyðast til að kalla á lögreglu vegna málsins. Deilt er um leyfi vegna framkvæmdanna.

Lögreglan stöðvaði framkvæmdir tímabundið í gær en þá voru verktakar að leggja lagnir á svæðinu. Berglind Björgúlfsdóttir, formaður Varmársamtakanna, sagði í samtali við Vísi að framkvæmdir væru hafnar að nýju og hefður íbúar á svæðinu því brugðið á það ráð að kalla á aftur á lögreglu.

Fyrirtækið Helgafellsbyggingar ehf sér um framkvæmdirnar á svæðinu fyrir hönd Mosfellsbæjar. Íbúar mótmæltu vegaframkvæmdunum í febrúar og varð það til þess að þær voru stöðvaðar. Fyrir lá að þær yrðu settar í umhverfismat. Ekki hefur hins vegar orðið af því.

Að sögn Berglindar mættu fulltrúar verktakafyrirtækisins Helgafellsbyggingar ehf. með plögg í morgun sem þeir töldu að gæfu leyfi til áframhaldandi framkvæmda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×