Innlent

Gæsluvarðhald yfir Hollendingnum og Þorsteini framlengt um þrjár vikur

Gæsluvarðhald yfir umboðsmanninum og tónleikahaldaranum Þorsteini Kragh var framlengt nú fyrir stundu um þrjár vikur. Þorsteinn var handtekinn fyrir skömmu í tengslum við smygl á um 190 kílóum af hassi sem Hollendingur var gripinn með um borð í Norrænu.

Í kjölfarið var Þorsteinn dæmdur í þriggja vikna gæsluvarðhald sem rann út í dag.

Helgi Jóhannesson lögmaður Þorsteins sagði í samtali við Vísi að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði kærður til Hæstaréttar.

Gæsluvarðhald yfir Hollendingnum rann einnig út í dag og var hann, líkt og Þorsteinn, dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald í þrjár vikur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×