Viðskipti innlent

Meinlaus tölvuþrjótur herjar á íslenska tölvurisann

Breki Logason skrifar
Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdarstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdarstjóri CCP.

Í dag hafa birst fréttir um tölvuþrjót sem dreift hefur kóða að Eve-online leiknum íslenska á svokölluðum torrent síðum á netinu. Því hefur m.a verið haldið fram að þúsundir notenda leiksins séu að sækja sér kóðann og hafa menn efast um öryggiskerfi leiksins. Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdarstjóri CCP sem gefur út leikinn segir þrjótinn þó ekki hafa neitt í höndunum.

„Þetta hefur margoft verið gert og við botnum eiginlega ekki í því hversvegna það eru að birtast fréttir um þetta í dag. Stór partur af EVE er skrifaður í svokölluðu forskriftarmáli sem auðvelt er að breyta yfir í það sem hann hefur," segir Hilmar og nefnir að þetta sé álíka merkilegt og ef einhver myndi gera view source á síður eins og Vísi.

„Við erum því ekkert að kippa okkur upp við þetta," segir Hilmar og bætir því við að þessi ákveðni aðili geti lítið gert með upplýsingarnar annað en séð hvernig leikurinn virkar.

„Þetta er ákveðin akademísk þjálfun í að skilja hvernig Eve virkar. Ef hann skilur það vel þá kannski bjóðum við honum vinnu ef hann er sniðugur. Þetta breytir hinsvegar engu um leikinn sjálfann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×