Erlent

Svipti sig lífi eftir neteinelti

Lori Drew er lengst til vinstri
Lori Drew er lengst til vinstri

Fjörutíu og níu ára bandarísk kona var í gær ákærð fyrir að hafa orðið völd að sjálfsvígi þrettán ára nágrannastúlku.

Lori Drew er gefið að sök að hafa þóttst vera sextán ára ungligsstrákur á samskiptavefsíðunni MySpace. Þar hafi hún vingast við stúlkuna en síðan slitið vinskapnum með hatursskilaboðum. Stúlkan svipti sig lífi skömmu síðar en hún var fórnarlamb mikils eineltis. Drew mun hafa vitað að hún þjáðist af alvarlegu þunglyndi.

Ákæran er byggð á ákvæðum í notendasamningi MySpace þar sem fólki er bannað að villa á sér heimildir. Er það túlkað sem tölvuglæpur og gæti Drew átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi verði hún sakfelld. Hún neitar sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×