Innlent

Hollenskur öldungur áfram í haldi vegna hassmáls

Fíkniefnin sem haldlögð voru í bíl Hollendingsins
Fíkniefnin sem haldlögð voru í bíl Hollendingsins MYND/Frikki Þór

Hollenski öldungurinn, sem gripinn var með um 190 kíló af hassi, kókaín og marijúana í húsbíl sínum við komuna til landsins með Norrænu í júní, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. desember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Farið var fram á varðhaldið á grundvelli almannahagsmuna. Fyrir tveimur dögum var Þorsteinn Kragh tónleikahaldari úrskurðaður í gæsluvarðhald til sama dags vegna þessa máls en hann hefur setið um mánuði skemur en Hollendingurinn aldni í varðhaldi vegna málsins.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að rannsókn málsins væri að ljúka en hann gat þó ekki tilgreint hvenær málið yrði sent til saksóknara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×