Viðskipti erlent

Forseti OPEC segir olíuverðið fara í 170 dollara fyrir árslok

Chakib Khelil forseti OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, segir að heimsmarkaðsverð á olíu muni fara í 170 dollara á tunnuna fyrir árslok. Þetta sé einkum vegna þess að gengi dollarans heldur áfram að veikjast.

Þetta kemur fram í samtali sem Bloomberg fréttaveitan átti við Khelil um helgina. Hann bætir því við að auk veiks dollara leiði pólitískur þrýstingur á stjórn Íran einnig til þess að olíuverðið fer hækkandi. Á föstudag stóð verðið í 143 dollurum.

Khelil segir að hækkandi verð á olíu hafi ekkert með framleiðsluna að gera. Þegar sé næg framleiðsla í gangi til að mæta eðlilegri eftirspurn. Khelil mun ræða þessi mál á orkuráðstefnu sem hefst í Madrid á Spáni á morgun, mánudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×