Innlent

Skatturinn yfirheyrði Þorstein Kragh á Litla Hrauni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorsteinn Kragh var settur í níu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í dag.
Þorsteinn Kragh var settur í níu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í dag.
Skattrannsóknarstjóri yfirheyrði Þorstein Kragh vegna vitnisburðar hans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi. Þorsteinn var ákærður fyrir innflutning á tæpum 200 kílóum af kannabisefnum og 1 ½ kílói af kókaíni.

Þorsteinn, sem var dæmdur í níu ára fangelsi í morgun fyrir smyglið, neitaði alltaf sök í málinu. Hann fullyrti fyrir rétti að tæpar 80 milljónir króna sem voru inni á bankareikningum hans væru tilkomnar vegna skota undan skatti og í tengslum við miða sem hann hafi falsað á tónleika sem hann hafi haldið í gegnum tíðina.

Vegna þessa skýringa Þorsteins fóru fulltrúar Skattrannsóknarstjóra til Þorsteins fyrir um mánuði síðan, þegar hann var enn í gæsluvarðhaldi, og tóku skýrslu af honum vegna framburðar hans fyrir rétti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×