Innlent

Aðalmeðferð í máli Þorsteins Kragh í dag

Þorsteinn Kragh.
Þorsteinn Kragh.

Aðalmeðferð er í dag í máli Þorsteins Kragh og Jakobs Van Hinte í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru sakaðir um að standa að einu stærsta smygli á eiturlyfjum til landsins í sögunni en Van Hinte var stöðvaður í ferjunni Norrænu í júní 2008 með um 190 kíló af hassi, eitt kíló af kókaíni og eitt og hálft kíló af maríjúana, vandlega falið í bíl sínum.

Athafnamaðurinn Þorsteinn Kragh var handtekinn um mánuði síðar grunaður um aðild að málinu og hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi alla tíð síðan. Verjandi Þorsteins krafðist frávísunar á dögunum á grundvelli þess að umbjóðandi sinn hefði ekki fengið aðgang að málsgögnum eins og hann á rétt á. Dómari féllst ekki á kröfuna.

Aðalmeðferðin hefst klukkan níu og stendur fram til klukkan fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×