Þjóðarátakið „Þjóðin býður heim“ 1. júní 2010 15:23 Steingrímur J. Sigfússon og Áslaug Friðriksdóttir hvöttu alla þjóðina, og ríkis- og borgarstarfsmenn sérstaklega, til þess að taka þátt í átakinu „Þjóðin býður heim“ þegar það var formlega sett af stað við Iðnó í dag. Á fimmtudaginn á milli klukkan 13 og 14 er fólk hvatt til að senda glænýtt og skemmtilegt myndaband af síðunni www.inspiredbyiceland.is til fjölskyldu, vina, kunningja og viðskiptafélaga erlendis. Þeir sem ekki hafa tök á því á þeim tíma geta sent myndbandið á öðrum tímum dagsins eða hvenær sem er næstu vikurnar, segir í fréttatilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu. „Ég hvet alla forstöðumenn ríkisstofnana og fyrirtækja í landinu til þess að gefa fólki tóm til þess á fimmtudaginn að senda vinum, kunningjum og viðskiptaaðilum kveðju og heimboð til Íslands í sumar“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forsætisráðherra, þegar átakið „Þjóðin býður heim“ var formlega sett af stað við Iðnó í dag að viðstöddum fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja, ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar og Útflutningsráðs. Steingrímur sagðist sem fjármálaráðherra hafa verið farinn að telja aurana í kassann því útlit hefði verið fyrir frábæra ferðamannavertíð í ár. Þrátt fyrir áföll vegna gossins og frestunar Landsmóts hestamanna þá væri mikilvægt að missa ekki kjarkinn og vel til fundið að fá þjóðina í lið með sér til þess að sannfæra ferðamenn um að fresta ekki komu sinni til Íslands. „Við veðjum á ferðaþjónustuna því hún er fljótvirkasta leiðin til tekjuöflunar fyrir þjóðina og á framtíðina fyrir sér.“Allir á Netið Áslaug Friðriksdóttir, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, minnti á að netnotkun á Íslandi væri mikil. „Það er ákaflega íslenskt að bregðast við svona hratt og segja: Já, nú förum við öll á Netið og bjóðum heim. Ef við náum í tvo vini hvert og eitt okkar þá sköpum við bylgju í útlöndum og náum til 600 þúsund manns í einni svipan og þetta verður umtalað. Og þá er þetta komið, ferðasumrinu bjargað, er ekki svo? Hún hvatti borgarstarfsmenn til þess að taka þátt í átakinu og lagði áherslu á að ferðaþjónustan í öllum sínum myndum hefði mikla efnahagslega þýðingu fyrir Reykjavíkurborg.Jungle Drum Emiliönu Torrini Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra upplýsti að myndbandið sem fólk yrði hvatt til þess að senda í þjóðarátakinu samanstæði af hressilegum og skemmtilegum myndum af fólki sem dansaði við Jungle Drum, lag og söng Emilíönu Torrini, við ólíkar aðstæður á Íslandi. Hún sagði að myndbandið væri af því tagi að fólk myndi langa til að senda það áfram á Netinu til vina og kunningja í útlöndum.Snörp sókn á ferðamarkaði Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði að snörp viðbrögð við ytri áföllum væru ákaflega þakkarverð og hann væri sannfærður um að með aðstoð þjóðarinnar yrði hægt að tryggja að ferðamannaárið yrði í besta lagi í ár eins og á síðustu árum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Á fimmtudaginn á milli klukkan 13 og 14 er fólk hvatt til að senda glænýtt og skemmtilegt myndaband af síðunni www.inspiredbyiceland.is til fjölskyldu, vina, kunningja og viðskiptafélaga erlendis. Þeir sem ekki hafa tök á því á þeim tíma geta sent myndbandið á öðrum tímum dagsins eða hvenær sem er næstu vikurnar, segir í fréttatilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu. „Ég hvet alla forstöðumenn ríkisstofnana og fyrirtækja í landinu til þess að gefa fólki tóm til þess á fimmtudaginn að senda vinum, kunningjum og viðskiptaaðilum kveðju og heimboð til Íslands í sumar“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forsætisráðherra, þegar átakið „Þjóðin býður heim“ var formlega sett af stað við Iðnó í dag að viðstöddum fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja, ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar og Útflutningsráðs. Steingrímur sagðist sem fjármálaráðherra hafa verið farinn að telja aurana í kassann því útlit hefði verið fyrir frábæra ferðamannavertíð í ár. Þrátt fyrir áföll vegna gossins og frestunar Landsmóts hestamanna þá væri mikilvægt að missa ekki kjarkinn og vel til fundið að fá þjóðina í lið með sér til þess að sannfæra ferðamenn um að fresta ekki komu sinni til Íslands. „Við veðjum á ferðaþjónustuna því hún er fljótvirkasta leiðin til tekjuöflunar fyrir þjóðina og á framtíðina fyrir sér.“Allir á Netið Áslaug Friðriksdóttir, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, minnti á að netnotkun á Íslandi væri mikil. „Það er ákaflega íslenskt að bregðast við svona hratt og segja: Já, nú förum við öll á Netið og bjóðum heim. Ef við náum í tvo vini hvert og eitt okkar þá sköpum við bylgju í útlöndum og náum til 600 þúsund manns í einni svipan og þetta verður umtalað. Og þá er þetta komið, ferðasumrinu bjargað, er ekki svo? Hún hvatti borgarstarfsmenn til þess að taka þátt í átakinu og lagði áherslu á að ferðaþjónustan í öllum sínum myndum hefði mikla efnahagslega þýðingu fyrir Reykjavíkurborg.Jungle Drum Emiliönu Torrini Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra upplýsti að myndbandið sem fólk yrði hvatt til þess að senda í þjóðarátakinu samanstæði af hressilegum og skemmtilegum myndum af fólki sem dansaði við Jungle Drum, lag og söng Emilíönu Torrini, við ólíkar aðstæður á Íslandi. Hún sagði að myndbandið væri af því tagi að fólk myndi langa til að senda það áfram á Netinu til vina og kunningja í útlöndum.Snörp sókn á ferðamarkaði Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði að snörp viðbrögð við ytri áföllum væru ákaflega þakkarverð og hann væri sannfærður um að með aðstoð þjóðarinnar yrði hægt að tryggja að ferðamannaárið yrði í besta lagi í ár eins og á síðustu árum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira