Innlent

Kveikt í brennum klukkan hálf níu

Kveikt verður í áramótabrennum í Reykjavík kl. 20:30 í kvöld. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar eru borgarbúar hvattir til að fjölmenna á brennur og hafa gjarnan með sér stjörnuljós, en skilja skotelda eftir heima.

„Brennurnar eru á sömu stöðum og í fyrra og rétt eins og þá eru stóru brennurnar fjórar og þær minni fimm talsins. Stærð brenna ræðst af aðstæðum á hverjum stað," að því er segir á vef borgarinnar.

Tvær brennur verða í Kópavogi, Í Kópavogsdal við Smárahvammsvöll og á Vatnsenda. Í þeim verður einnig kveikt klukkan 20:30 og flugeldasýning hefst í Kópavogsdal klukkan 21:10. Í Hafnarfirði er einnig stór brenna á svæði Hauka á Ásvöllum.







  1. Við Ægisíðu, stór brenna.

  2. Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna.

  3. Geirsnef, stór brenna.

  4. Við Suðurfell, lítil brenna.

  5. Gufunes við gömlu öskuhaugana, stór brenna.

  6. Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna.

  7. Skerjafjörður gegnt Skildinganesi 48 - 52, lítil brenna.

  8. Vestan Laugarásvegar móts við Valbjarnarvöll, lítil brenna.

  9. Fylkisbrennan, við Rauðavatn, stór brenna.

  10. Kópavogsdalur.

  11. Vatnsendi

  12. Ásvellir.









Fleiri fréttir

Sjá meira


×