Innlent

Ríkisráðsfundur: Segja ríkisstjórnina standa föstum fótum

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur að ríkisstjórnin standi traustum fótum og muni sitja út kjörtímabilið. Ríkisráðsfundur fór að venju fram á Bessastöðum í morgun.

Árið hefur ekki verið sérstaklega rólegt fyrir ríkisstjórnina en ráðherrar eru hins vegar nokkuð bjartsýunir á framhaldið.

Guðbjartur Hannesson ráðherra félags- heilbrigðis og tryggingamála segist ekki vilja leggja mat á stöðu ríkisstjórnarinnar miðað við innanflokksátökin sem verið hafa hjá Vinstri grænum. „Við erum með meirihluta og erum að stjórna landinu ennþá, eigum við ekki að fara inn í nýja árið með það sem markmið að halda því áfram?"

Árni Páll Árnason ráðherra viðskipta og efnahagsmála segir að nýja árið leggist mjög vel í sig. Hann segist ekki í nokkrum vafa um að ríkisstjórnin eigi eftir að sitja út árið sem senn gengur í garð. „Já já, ekki í nokkrum vafa um það."

Steingrímur J. Sigfússon segist á sömu skoðun. „Við ætlum að taka þessu ári eins og það kemur. Þetta verður gott ár fyrir ísland."

„Auðvitað eru alltaf átök þegar mikilvæg málefni eru í húfi en það er bara verkefni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra aðspurð hvort samfylkingarfólk sé orðið langþreytt á átökunum í VG. „En við erum ekkert þreytt á því."

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að tími þessarar ríkisstjórnar sé aðeins hálfnaður. Aðspurð út í yfirlýsingar Jóns Bjarnasonar í Morgunblaðinu þar sem hann segir að engar áætlarnir liggir fyrir um frekari sameiningar ráðuneyta hafði forsætisráðherra þetta að segja: „Það er ekkert marka það sem stendur Morgunblaðinu."



ekker marka það sem stendur morgunblaðinu 6.40




Fleiri fréttir

Sjá meira


×