Innlent

Ekki færri banaslys síðan 1968

Átta manns hafa látist í banaslysum í umferðinni á þessu ári en leita þarf aftur til ársins 1968 til að finna jafnfá banaslys á einu ári.

Árið 1968 voru tæplega 44 þúsund bílar á landinu en eru í kringum 240 þúsund í dag.

Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir að margt komi til sem skýrt geti þennan árangur. „Yfir það heila held ég að við getum sagt að við erum með góða ökumenn, þarna úti, mun betri ökumenn heldur en oft áður." Þá bendir Einar á að stjórnvöld hafi haft mjög metnaðarfulla umferðaröryggisáætlun auk þess sem lögð sé áhersla á aukna fræðslu, metnaðarfullt ökunám, aukna löggæslu og betri vegi.

Einar ítrekar að enn séu tólf klukkustundir eftir af árinu og segir ennfremur að hvert banaslys sé einu banaslysi of mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×