Innlent

Helsta verkefni ríkisstjórnarinnar að lifa af

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Kryddsíld Stöðvar 2 voru ekki sammála Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni um að allt væri í himnalagi á ríkisstjórnarheimilinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði að það væri ekki hægt að sitja uppi með ríkisstjórn sem líti á helsta verkefni sitt að lifa af. Hann neitaði því að formlegar viðræður hefðu farið fram um aðkomu framsóknarmanna að ríkisstjórninni en hann ítrekaði þá skoðun sína að allir flokkar ættu að koma að ríkisstjórnarborðinu.







Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók í svipaðan streng um ástandið á stjórnaheimilinu og sagði að það sýndi sig helst í því að mál dagsins væri það hvort ríkisstjórnin halfi lífi eða ekki.





Þór Saari.
Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar líkti ástandinu við síðustu daga Rómarveldis og spáði því að nýtt stjórnarmynstur yrði komið strax í janúar. Hann fullyrti að líf stjórnarinnar hangi á því að Þráinn Bertelsson hafi gengið til liðs við VG gegn því að hann verði menntamálaráðherra þegar Katrín Jakobsdóttir fer í barneignarleyfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×