Innlent

Áramótadjammið kostar sitt

Það getur kostað stelpurnar um þrjátíu þúsund krónur að skella sér út á lífið á gamlárskvöld. Strákarnir sleppa að öllum líkindum betur en þurfa þó að punga út ófáum þúsundköllunum líka. nordicphotos/getty
Það getur kostað stelpurnar um þrjátíu þúsund krónur að skella sér út á lífið á gamlárskvöld. Strákarnir sleppa að öllum líkindum betur en þurfa þó að punga út ófáum þúsundköllunum líka. nordicphotos/getty
Áramótadjammið er ómissandi hjá mörgum skemmtanaglöðum Íslendingum. En það kostar sitt að skemmta sér á þessu síðasta kvöldi ársins og sumir eiga væntan­lega eftir að vakna timbraðir á nýju ári, töluvert blankari en þegar þeir skelltu sér út kvöldið áður. Fréttablaðið fór á stúfana og athugaði hvað áramótadjammið kostar.

Það er að sjálfsögðu misjafnt hversu öfgakennt áramótadjammið getur orðið en flestar stelpur fjárfesta í kjól, hvort sem það er fyrir jólin eða áramótin en strákar endur­nýta oftast jakkafötin sem þeir eiga fyrir.

Langflestir fá sér í aðra tána og er þá misjafnt hvað fólk fær sér, strákarnir eru kannski meira fyrir bjórinn á meðan stelpurnar fá sér mojito eða annan sambærilegan drykk. Að taka leigubíl virðist óumflýjanlegt þar sem flestir hafa skálað þegar nýja árið hringir inn, en stórhátíðargjald er á leigubílum á gamlárskvöld og því 35 prósenta hærra gjald en ella.

Lauslegir útreikningar Fréttablaðsins benda til þess að áramótadjammið geti kostað karlpeninginn eitthvað í kringum fjórtán þúsund krónur. Sambærilegir útreikningar fyrir stelpurnar hljóða hins vegar upp á um þrjátíu þúsund krónur.

Stelpurnar

Áramótakjóll: 15.000 kr.

Freyðivínsflaska: 1.600 kr.

Tveir drykkir í bænum: 3.600 kr.

Leigubíll í bæinn: 4.000 kr.

Tónleikamiði: 2.000 kr.

Leigubíll heim: 4.000 kr.

Samtals: 30.200 kr.

Strákarnir

Kippa af bjór: 2.100 kr.

Tveir bjórar í bænum: 1.800 kr.

Leigubíll í bæinn: 4.000 kr.

Tónleikamiði: 2.000 kr.

Leigubíll heim: 4.000 kr.



Samtals: 13.900 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×