Innlent

Sameiningu Landlæknis og Lýðheilsustöðvar frestað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekki tókst að afgreiða frumvarp um sameinaða stofnun úr þinginu. Mynd/ GVA.
Ekki tókst að afgreiða frumvarp um sameinaða stofnun úr þinginu. Mynd/ GVA.
Sameiningu Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar hefur verið frestað um tvo mánuði að minnsta kosti. Til stóð að sameina stofnanirnar 1. janúar næstkomandi og hafa starfsmenn stofnanna tveggja unnið að undirbúningi sameiningar.

Í frétt á vef Landlæknis segir að stjórnarfrumvarp til laga um embætti landlæknis og lýðheilsu hafi verið lagt fram á Alþingi þann 11. nóvember síðastliðinn og hafi verið til umfjöllunar í heilbrigðisnefnd Alþingis. Vegna anna á þinginu hafi ekki tekist að ljúka umræðu um frumvarpið fyrir þinglok þann 18. desember en verði haldið áfram strax á nýju ári.

Stefnt er að því að afgreiða frumvarpið fljótlega á nýju ári og að embætti landlæknis og lýðheilsu taki til starfa ekki seinna en 1. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×