Innlent

Veggjald vegur að lífsafkomu

Suðurlandsvegur er lífæð Hvergerðinga.
Suðurlandsvegur er lífæð Hvergerðinga.
Bæjarstjórn Hveragerðis segir fyrirhugaða vegatolla á Suðurlandsvegi algjörlega óásættanlega. Í ályktun bæjarstjórnar segir: „Hvergerðingur sem ekur hvern virkan dag til vinnu eða skóla á höfuðborgarsvæðinu þyrfti að greiða 140 þúsund krónur á ári í veggjöld. Áformin snerti einnig með beinum hætti fjölda stórra fyrir­tækja sem daglega sjái til þess að nauðsynjar berist inn á höfuðborgarsvæðið. Að reisa múra með þessum hætti umhverfis stærstu byggðarlög landsins er andstætt því samfélagi sem við viljum byggja upp þar sem ríkja ættu hindrunarlausar og góðar samgöngur milli byggðarlaga.“- gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×