Innlent

Geðlæknar gagnrýna heilbrigðisráðuneytið

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Geðlæknafélag Íslands gagnrýnir skýrslu vinnuhóps heilbrigðisráðuneytis til að skipuleggja aðgerðir til þess að draga úr misnotkun ofvirknislyfja, eða metýlfenídati.

Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá gagnrýna þeir það harðlega að enginn geðlæknir hafi verið hafður með í vinnuhópnum, sen samanstóð einvörðungu af embættismönnum, sem þeir telja ekki hafa sérþekkingu á greiningu eða meðferð athyglisbrests með ofvirkni hjá fullorðnum (ADHD).

Tilkynning barst frá heilbrigðisráðuneytinu stuttu fyrir jól þar sem fram kom að frumgreining ADHD (ofvirkni og athyglisbrests) hjá fullorðnum verði undir yfirumsjón geðsviðs Landspítala, hert verður á tilkynningarskyldu til landlæknis og teknar upp breyttar reglur um lyfjaskírteini samkvæmt tillögum vinnuhóps um leiðir til að sporna við misnotkun metýlfenidatslyfja.

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Geðlæknafélagsins í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×