Erlent

Forsetinn vill frið á Kóreuskaga

Lee Myung-Bak, forseti Suður-Kóreu., fyrir miðju.
Lee Myung-Bak, forseti Suður-Kóreu., fyrir miðju. Mynd/AP
Forseti Suður-Kóreu vill hefja friðarviðræður á nýjan leik við nágrannanna í norðri en undanfarnar vikur hafa hótanir magnast á báða bóga á Kóreuskaga.

Gagnkvæmar hótanir Suður- og Norður-Kóreu hafa magnast jafnt og þétt að undanförnu ekki síst þegar Suður-Kóreumenn efndu í síðustu viku til einhverja umfangsmestu heræfinga í sögu landsins sem virtust til þess ætlaðar að gera Norður-Kóreumenn fráhverfa því að gera árásir á Suður-Kóreu á borð við þær sem þeir gerðu í síðasta mánuði.

Lee Myung-Bak, forseti Suður-Kóreu, hefur verið gagnrýndur fyrir lítil viðbrögð við þeirri árás en með herhæfingunni sýndi suður-kóreski herinn fram á getu sína. Norður-Kóreumenn sökuðu í framhaldinu nágranna sína um stríðsæsingar vegna heræfingarinnar.

Forsetinn hefur verið herskár í yfirlýsingum sínum en nú telur hann brýnt að ríkin hefji friðarviðræður á nýjan leik ásamt fulltrúm Kína, Japans, Rússlands og Bandaríkjanna. Myung-Bak segir Suður-Kóreumenn ekki hafa neitt val og koma verði í veg fyrir að frekari átök brjótist út á Kóreguskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×