Erlent

Óttast þjóðarmorð

Laurent Gbagbo neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði.
Laurent Gbagbo neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði.
Nýskipaður sendiherra Fílabeinsstrandarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum óttast þjóðarmorð í landinu. Laurent Gbagbo, forseti Fílabeinsstrandarinnar, hefur ekki viljað viðurkenna úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi staðfest þau og hótanir nágrannaríkja um að beita hervaldi láti hann ekki af embætti. Sendiherrann segir mannréttindi brotin víðsvegar um landið og að hátt í 200 stjórnarandstæðingar hafi nú þegar látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×