Innlent

Fjárlagafrumvarpið samþykkt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alþingi afgreiddi fjárlagafrumvarpið í dag.
Alþingi afgreiddi fjárlagafrumvarpið í dag.
Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.






Tengdar fréttir

Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið

Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×