Innlent

Vefmiðlar með um helming frétta

Ljósvakamiðlar voru með um 22 þúsund fréttir á árinu.
Ljósvakamiðlar voru með um 22 þúsund fréttir á árinu.

Í samanburði við síðustu ár má sjá að netmiðlar eru að koma mjög sterkt inn og mælast nú með um 48% af öllu innlendu efni samkvæmt fjölmiðlaúttekt Creditinfo.

Þessi aukning efnis á netmiðlum vegar upp á móti miklum samdrætti dagblaðaefnis síðustu ár en til samanburðar má nefna að magn frétta mælist nú sambærilegt og árið 2005 þegar dagblöð, ljósvakamiðlar og landsmálablöð voru mæld með sambærilegum hætti.

Heildarfjöldi frétta á vefmiðlum voru tæplega 80 þúsund. Næst á eftir koma prentmiðlar með um 60 þúsund fréttir. Ljósvakamiðlar birtu um 22 þúsund fréttir á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×