Erlent

Snjóbylur á austurströnd Bandaríkjanna

MYND/AP
Snjóstormur skall á austurströnd Bandaríkjanna um helgina og hefur hann haft í för með sér miklar raskanir á samgöngum í landshlutanum. Um 1400 flugferðir féllu niður um jólahelgina þegar milljónir Bandaríkjamanna voru á faraldsfæti. Miklar umferðartafir hafa einnig verið auk þess sem tafir hafa orðið á lestarferðum. Í Maryland, New Jersey, Virginínu og Norður-Karólínu var neyðarástandi lýst yfir vegna veðursins og íbúar í Georgíu og Suður-Karólínu héldu hvít jól í fyrsta sinn í rúma öld. Upptök veðursins eru rakin til mikillar lægðar úti fyrir ströndum Norður Karólínu og hefur hún færst upp strandlengjuna eftir því sem liðið hefur á.

Allir stærstu flugvellir New York voru lokaðir í gærkvöldi og þurfti að aflýsa flugferðum á flestum flugvöllum á Austurströndinni. Búist er við miklum töfum og aflýsingum í dag en vonast er til að samgöngukerfið komist í samt lag á morgun þriðjudag. Síðdegis í gær þurfti að aflýsa tveimur ferðum frá Keflavík, Boston annarsvegar og New York hinsvegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×