Innlent

Ögmundur: Víst funduðu þremenningarnir með ráðherrum

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir í pistli á vefsíðu sinni að Árna Þór Sigurðssyni, starfandi þingflokksformanni Vinstri grænna, sé óhætt að trúa fréttum um að þremenningarnir sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga á fimmtudag hafi átt spjallfund með tveimur ráðherrum, þ.e honum sjálfum og Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra áður en til atkvæðagreiðslunnar kom.

Árni Þór lýsti því yfir í gær að hann trúði ekki fréttum þess efnis, en hjáseta þremenninganna þótti umdeild, enda voru fjárlögin samþykkt með aðeins eins atkvæðis meirihluta. Ögmundur gerir ekki mikið úr þessum fundi á vefsíðu sinni og segist hafa rætt málið við fleiri fyrir atkvæðagreiðsluna, þeirra á meðal formann flokksins, Steingrím J. Sigfússon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×